Ekki gefast upp.
Oft reynist það erfitt að vera sterk
en lífið og dauðinn vinna áfram sín verk
ef þú uppgjöf velur
þá lífið þig kvelur
þú verður að keppa að markinu
og aldrei sleppa á lífinu takinu.
Ekki leyfa dómgreindinni að dofna
innst inni vilt´ei eilífa svefninn sofna
þú færð ei allt, þarft að velja og hafna
krafti og þreki á ný skaltu safna
taktu eitt skref í einu
og veldu leiðina beinu.
en lífið og dauðinn vinna áfram sín verk
ef þú uppgjöf velur
þá lífið þig kvelur
þú verður að keppa að markinu
og aldrei sleppa á lífinu takinu.
Ekki leyfa dómgreindinni að dofna
innst inni vilt´ei eilífa svefninn sofna
þú færð ei allt, þarft að velja og hafna
krafti og þreki á ný skaltu safna
taktu eitt skref í einu
og veldu leiðina beinu.
Tileinkað persónu sem hafði verið fíkill en losnað og gældi við það að lina þjáningar lífs síns með því að gefast upp og snúa til baka en af líkamlegum ástæðum gæti það leitt til dauða. Einnig öllum þeim sem hugsa líkt, vilja gefast upp á einn eða annan hátt,t.d: taka líf sitt, eða láta undan þrýstingi eða taka inn lífsskaðleg lyf. Ljóð samið:01.03.2002.