Ekki láta það verða of seint .
Elskir þú einhvern gefðu þér þá tíma,
ást og umhyggju skaltu sýna.
Ekki hugsa á morgunn,oft er það of seint
þetta hefur margur reynt.
Ef þú eigi elsku af þér gefur,
rætist það að enginn veit hvað átt hefur
fyrr en hann það hefur misst.
Oft sýnist tími nægur þá stund er stysst
ást og umhyggju skaltu sýna.
Ekki hugsa á morgunn,oft er það of seint
þetta hefur margur reynt.
Ef þú eigi elsku af þér gefur,
rætist það að enginn veit hvað átt hefur
fyrr en hann það hefur misst.
Oft sýnist tími nægur þá stund er stysst
Við tökum oft okkar nánustu ómeðvitað sem sjálfsagðan hlut og skiljum ekki fyrr en það er of seint hvað þeir í raun skiptu okkur miklu máli.Sjálf hef ég lent í því að missa kæran ástvin í greipar dauðans og mesta sorg lífs míns er að það er of seint að taka öll skiptin sem ég særði til baka og setja í staðinn þessi þrjú orð: "ég elska þig"! Ljóð samið: 09.09.2001.