

Ég leitaði blárra blóma
-blárra-eins og skyrta eins manns.
Sjóinn sá ég líka ljóma
-líkt eins og augu bara hans.
Ég leitaði blárra blóma
-blárra eins og augu eins manns.
Ef rödd hans myndi óð óma
-ósjálfrátt ég færi í trans.
Ég leitaði blárra blóma
-já blárra- en fann aðeins bleik.
Myndi þig bera á góma
-græti ég af ást- yrði veik!
Það bláasta allra blóma
-blómstrandi loks sýndi mér sig.
Ásjónan gerði mig tóma.
Tíminn tikkar í takt við þig.
-blárra-eins og skyrta eins manns.
Sjóinn sá ég líka ljóma
-líkt eins og augu bara hans.
Ég leitaði blárra blóma
-blárra eins og augu eins manns.
Ef rödd hans myndi óð óma
-ósjálfrátt ég færi í trans.
Ég leitaði blárra blóma
-já blárra- en fann aðeins bleik.
Myndi þig bera á góma
-græti ég af ást- yrði veik!
Það bláasta allra blóma
-blómstrandi loks sýndi mér sig.
Ásjónan gerði mig tóma.
Tíminn tikkar í takt við þig.