Bara blátt
Ég leitaði blárra blóma
-blárra-eins og skyrta eins manns.
Sjóinn sá ég líka ljóma
-líkt eins og augu bara hans.

Ég leitaði blárra blóma
-blárra eins og augu eins manns.
Ef rödd hans myndi óð óma
-ósjálfrátt ég færi í trans.

Ég leitaði blárra blóma
-já blárra- en fann aðeins bleik.
Myndi þig bera á góma
-græti ég af ást- yrði veik!

Það bláasta allra blóma
-blómstrandi loks sýndi mér sig.
Ásjónan gerði mig tóma.
Tíminn tikkar í takt við þig.
 
Rapunzel
1985 - ...


Ljóð eftir Rapunzel

Heimurinn og ég
Everlasting love
23:59 að eilífu amen
Draumur um þig
Minn hinnsti dans
Ágústminning
1+1=1
Í sæluríki
Blekking bjórsins
Redemption from a pink cloud
Bara blátt
Kanntu að leika?
Mr. Höstler
Farið á vit ævintýranna
Bláa lónið