svartaþoka
þú segir mér að hætta þessu rugli
og lánar mér bók
ég geti alveg lesið
eins og venjulegt fólk gerir

ég berst í gegnum bókina
staf eftir staf
orð eftir orð
blaðsíðu eftir blaðsíðu

að lokum
þegar ég fletti síðustu síðunni
er ég svo fullur af innblæstri að ég skrifa ljóð á gluggann hjá þér

ég elska þig

þú snöggreiðist og segir mér að hætta að krota
segir að ég muni aldrei getað hagað mér eins og venjuleg manneskja

en hvað veist þú um það?
 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn