gleymdur maður


þessi gamli maður
sem situr á bekknum
og horfir á vindinn feykja til laufunum

hann var eitt sinn kóngur í ríki sínu
átti börn og buru

núna er hann fallinn í gleymsku iðandi stórborgarlífsins

og enginn skeytir um hann

þegar börnin valhoppa framhjá
horfir hann á eftir þeim með söknuð í huga

þegar unga fólkið geysist framhjá
fylgist hann með þeim og hugsar:
svona var þetta ekki þegar ég var og hét

og eftir nokkur ár mun hann yfirgefa þessa jörð
og hefja nýtt líf sem kóngur í sínu himnaríki

 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn