út í bláinn
haustmorgunn
og þessi tegund af rigningu þegar þig langar að fara út

og vefja þig inn í hvíta þvottinn
sem hékk á snúrunni
óáreittur
og var næstum því þornaður

og þykjast vera seglskip
eða draugur
og veltast svo um í fagurgrænu grasinu

hlaupa svo út í bláinn

missa tökin á öllu saman
og horfa á hvít lökin fljúga burt í golunni eins og vængjaðir hestar

standa eftir hlæjandi




 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn