Berlín


(1)

Það er þriðjudagur í október.
Þú ert með hlaupkenndar kinnar,
og sultu niður á höku.

Við klifrum yfir múrsteinsvegg,
sjáum pylsugerðamann sitja í tré.

Hann malar og malar
því hann er orðinn leiður á pylsunum
og hans rauðhærða kona kann ekkert að matbúa
nema osta.


(2)

Það óma valsar út um stofugluggann
hjá þessum óhamingjusömu hjónum.

Ég sé vel að niður kinnar þínar læðist tár
og ég sparka í þig.
Ég er engin dramadrottning.

Svo sé ég mér til mikillar skelfingar að
það er aðeins byrjað að rigna.

Og pylsugerðamaðurinn stekkur úr trénu og hleypur inn.

(3)

Ég tek einn lausan stein úr veggnum
og afhendi þér til minningar um þennan dag
þegar við gægðumst inn í garð í Berlín.
 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn