ferðalag til tunglsins
ég horfði út um gluggann á loftbelginn
tilbúinn til brottferðar
hann stóð þarna á planinu
glamandi rauður í sólskininu

og gleðin ævintýraþráin helltist yfir mig eins og sterk vindhviða
svo ég dreif mig af stað

og ég sigldi fram hjá skýjahöllum
ég spjallaði við veðurguðina
steig dans við sólargeislana
og ég gekk um regnbogann eins og tískusýningarpall

tunglið var síðasti áfangastaðurinn minn
þar sleppti ég loftbelgnum og leyfði honum að svífa burt

ég var komin á áfangastað
 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn