kvöld mávanna

þetta kvöld eftir dansleikinn hljóp stelpan niður í fjöruna í bláum síðkjól.

og hún klæddi sig úr skónum og henti þeim í rigningarblautt grasið og svo hélt hún áfram að hlaupa þangað til hún stóð berfætt í sandinum alveg við sjóinn og lét brimöldurnar gegnbleyta sig.

og hún hló því henni var heitt og hún var rjóð í kinnum eftir dansleikinn en sjórinn var svo svalandi og svo var hann líka svo góður á bragðið að hún sleikti út um.

og hún óð lengra út á hafið þar sem öldurnar biðu hennar lokkandi og fagrar og mávarnir kölluðu á hana að koma til sín, hærra og hærra, og hún hljóp til þeirra, lengra og lengra, og gaf sig í faðm hafsins.

 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn