flamingóinn í kirkistan
eftir syndaflóðið:

við bara stöndum
tvö
ein við útjaðar eyðimerkurinnar

fugl sorgarinnar er floginn í burtu
og sólin varpar torkennilegu ljósi á nýtt upphafið;
bleikrauðan flamingóa

ó elsku elía,
kaktusinn varpar óhuggulegum skugga á vanga þinn

flamingóinn heldur rólegur af stað í áttina að vatnsbólinu
og ég þarf að fylgja honum

fyrirgefðu

 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn