Bláa lónið
Aldrei hef ég verið eins þyrst
og eftir að ég hafði þig misst.
Hárið dökka- höfin bláu
-hristu upp í lífi gráu.
Græna læki - ég get víst kysst
-vafrand’um blaut, með enga lyst
En síðan augu þín mig sáu
-í móki -þér ég neita fáu.
Myndir þú slökkva þorstann minn?
Þú þorir ekki-það ég finn.
En er augu þín blá ég sá
-elskaði hjartað fyrst að slá.
Ef tíminn er besti vinur þinn
vættu þá bara aðra kinn.
Í bláu lóni-ég ligg ennþá.
-Lífið er skjálfandi lítið strá.
og eftir að ég hafði þig misst.
Hárið dökka- höfin bláu
-hristu upp í lífi gráu.
Græna læki - ég get víst kysst
-vafrand’um blaut, með enga lyst
En síðan augu þín mig sáu
-í móki -þér ég neita fáu.
Myndir þú slökkva þorstann minn?
Þú þorir ekki-það ég finn.
En er augu þín blá ég sá
-elskaði hjartað fyrst að slá.
Ef tíminn er besti vinur þinn
vættu þá bara aðra kinn.
Í bláu lóni-ég ligg ennþá.
-Lífið er skjálfandi lítið strá.
-Lifðu hvern dag eins og hann sé þinn síðasti.