gleymdur maður
þessi gamli maður
sem situr á bekknum
og horfir á vindinn feykja til laufunum
hann var eitt sinn kóngur í ríki sínu
átti börn og buru
núna er hann fallinn í gleymsku iðandi stórborgarlífsins
og enginn skeytir um hann
þegar börnin valhoppa framhjá
horfir hann á eftir þeim með söknuð í huga
þegar unga fólkið geysist framhjá
fylgist hann með þeim og hugsar:
svona var þetta ekki þegar ég var og hét
og eftir nokkur ár mun hann yfirgefa þessa jörð
og hefja nýtt líf sem kóngur í sínu himnaríki