

Regndroparnir á rúðunni
Spegla tárin á vöngum mínum
Blómið sem teygir sig í átt til sólar
Sýnir þrá mína í birtu
Hugsanir og pælingar æða um hugann
En fáar komast niður á blað
Þær stífla allt og þrengja um hjartað
Einsog hjartað sé fast í hendi myrkursins
Og kemst ekki í burtu
Blómið hættir að teygja sig í átt til sólar
Það fölnar og að lokum...
....deyr
9.jan ‘07