

Eitt sinn var Óli.
En það var ekki hans rétta nafn.
Ólafur er ekki nafn á strák með sand á milli tánna
og drauma á stærð við fótboltavöll.
Óli veit að marblettir eru ekki það versta í heiminum
en samt grætur hann skítugum tárum.
Þegar Óli verður Ólafur gleymast draumarnir
en ekki skítugu tárin.
Marin hné breytast í kramin hjörtu
og sandurinn í glerbrot.
En það var ekki hans rétta nafn.
Ólafur er ekki nafn á strák með sand á milli tánna
og drauma á stærð við fótboltavöll.
Óli veit að marblettir eru ekki það versta í heiminum
en samt grætur hann skítugum tárum.
Þegar Óli verður Ólafur gleymast draumarnir
en ekki skítugu tárin.
Marin hné breytast í kramin hjörtu
og sandurinn í glerbrot.