Óli
Eitt sinn var Óli.
En það var ekki hans rétta nafn.
Ólafur er ekki nafn á strák með sand á milli tánna
og drauma á stærð við fótboltavöll.
Óli veit að marblettir eru ekki það versta í heiminum
en samt grætur hann skítugum tárum.

Þegar Óli verður Ólafur gleymast draumarnir
en ekki skítugu tárin.
Marin hné breytast í kramin hjörtu
og sandurinn í glerbrot.
 
Lára Heimisdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Láru Heimisdóttur

Mistök
Vilji
Bítlarnir
Gullregn
Dans draumanna
Flöskuskeyti
Hæka um þig
Óli
Heimþrá
Afródíta frá Knidos
Fornleifafræði
Fjölskyldumynd