

Sólin skín
Rigning, vetur, snjór, vindur – Sólin skín samt.
Hlaupa, horfa, hugsa – það er allt svo stórt.
Hvað er þetta – hvers vegna?
Ég stend úti í rigningunni
finn dropana detta á tungubroddinn
sleiki svo útum – sólin skín skært.
Ég hjóla svo hratt
ég finn vindinn hvísla í eyrun á mér.
Engar áhyggjur
sólin er enn á himni.
Ég er með hundraðkall í vasanum og finnst ég eiga heiminn.
Rigning, vetur, snjór, vindur – Sólin skín samt.
Hlaupa, horfa, hugsa – það er allt svo stórt.
Hvað er þetta – hvers vegna?
Ég stend úti í rigningunni
finn dropana detta á tungubroddinn
sleiki svo útum – sólin skín skært.
Ég hjóla svo hratt
ég finn vindinn hvísla í eyrun á mér.
Engar áhyggjur
sólin er enn á himni.
Ég er með hundraðkall í vasanum og finnst ég eiga heiminn.