

"Menn, konur og börn í valnum
limlest, svívirt og saurguð
afskræmd, fólk kúgað og niðurlægt
svipt ástvinum, lifandi í örbirgð
tortíming, fólk lepjandi dauðann úr skel
hver dagur skelfing, fólk í angist
fólk á flótta
fólk sem er búið að ræna fortíð sinni
nútíðin er martöð
framtíðin óvissa
fólk sem veröldin hefur gleymt
fólk sem veröldinni stendur á sama um
Allt þetta nístir mig"
segi ég
þar sem við skeggræðum á Mokka
"Piff,
tilfinningarök"
segir þú
sýpur dreggjarnar úr kaffibollanum
og skellir hellunum
fyrir eyrun
limlest, svívirt og saurguð
afskræmd, fólk kúgað og niðurlægt
svipt ástvinum, lifandi í örbirgð
tortíming, fólk lepjandi dauðann úr skel
hver dagur skelfing, fólk í angist
fólk á flótta
fólk sem er búið að ræna fortíð sinni
nútíðin er martöð
framtíðin óvissa
fólk sem veröldin hefur gleymt
fólk sem veröldinni stendur á sama um
Allt þetta nístir mig"
segi ég
þar sem við skeggræðum á Mokka
"Piff,
tilfinningarök"
segir þú
sýpur dreggjarnar úr kaffibollanum
og skellir hellunum
fyrir eyrun