

Legg mikið uppúr
að líta vel út
Legg tvo og tvo saman
það dugar ekki til
Legg augun aftur
sé í hugskoti mínu
hégómann tröllríða alþýðunni
Legg það ekki á mig
að heyja styrjöld
við óvægin lúxusvandamál
Legg eyru við hlustir
heyri niðurbæld öskur
frá stríðshrjáðum löndum
og flissið í heimsendi sem nálgast
að líta vel út
Legg tvo og tvo saman
það dugar ekki til
Legg augun aftur
sé í hugskoti mínu
hégómann tröllríða alþýðunni
Legg það ekki á mig
að heyja styrjöld
við óvægin lúxusvandamál
Legg eyru við hlustir
heyri niðurbæld öskur
frá stríðshrjáðum löndum
og flissið í heimsendi sem nálgast