

undir þakglugga
við eldhúsborð
mót suðandi ískáp
og fölum tölvuskjá
verður seint ráðin bót
á vandamálum heimsins
ekki í eldheitum umræðum
á kaffihúsum
í heitapottum
né heldur á alþingi
orð eru ekki jafn máttug
og menn halda
menn eru máttugir
einn og einn í einu
við eldhúsborð
mót suðandi ískáp
og fölum tölvuskjá
verður seint ráðin bót
á vandamálum heimsins
ekki í eldheitum umræðum
á kaffihúsum
í heitapottum
né heldur á alþingi
orð eru ekki jafn máttug
og menn halda
menn eru máttugir
einn og einn í einu