 Blómið
            Blómið
             
        Ég er:
sóleyin á enginu,
fífillinn í túninu,
gleymmérei og baldursbrá.
Villta rósin á runnanum.
Ég er villiblómið,
fagra illgresið.
Ég fæst ei í blómabúð,
svo vinsamlegast ekki slá mig í burtu.
                               17.04.06.

