örsaga um ástina
manstu þegar ég sagði að mig langaði svo til parísar því það væri svo fallegt þar á þeim árstíma en auðvitað vissum við bæði að við kæmumst aldrei þangað því við áttum varla fyrir smjöri á brauðið eða salti í grautinn en þú stakkst upp á því að við færum í leik og við fórum upp á þak með neskaffi og mjólkurost og rautt heklað teppi og við settumst þangað og borðuðum og horfðum á tunglið og stjörnurnar og ég man alveg hvað mér fannst þetta fallegt en að þetta væri samt ekkert líkt parís en þetta var samt staður ástarinnar því þú varst með mér og varst svo fallegur og góður og yndislegur.