

Sérðu þær ekki? stúlkurnar
sem læðast um líkt og draugar
á hnúanum blóðugt tannafar
á andliti djúpir baugar
Sérðu þær ekki? leita lífs
þorsta hins deyjandi, sönnum
en feta sig áfram á brúnum hnífs
týndar guðum og mönnum
Sérðu þær ekki? fálmandi
blindar svo um munar
fegurð í spegilmynd framandi
fórnarlömb átröskunar
sem læðast um líkt og draugar
á hnúanum blóðugt tannafar
á andliti djúpir baugar
Sérðu þær ekki? leita lífs
þorsta hins deyjandi, sönnum
en feta sig áfram á brúnum hnífs
týndar guðum og mönnum
Sérðu þær ekki? fálmandi
blindar svo um munar
fegurð í spegilmynd framandi
fórnarlömb átröskunar