Takk fyrir
Takk fyrir hlátur þinn sem lengir lífið,
sönginn sem ómar svo fallega
og allt dramað sem fylgir þér.
Takk fyrir alla þína hlýju og umhyggjusemi
og fyrir að vera til staðar.
Takk fyrir að leyfa mér að vera með
að tala fallega um mig og til mín,
að vera svona sæt og góð og
öll ljóðin þín sem gefa manni betri skilning á þér.
Takk fyrir að skemmta mér alltaf svona vel,
að vera skilningsrík,
að leyfa mér að vera “mamma” þín,
að syngja með mér,
að vera alltaf til í að faðma mig,
að þykja vænt um mig.
Takk fyrir að vera vinkona mín
og vera til í þessum heimi.
Takk fyrir að segja að þetta ljóð sé fallegt.
Bara af því að það er frá mér.
Takk fyrir að vera Dísa Cas/Ígaboð!
Rannveig Iðunn
17. sept. 2006
sönginn sem ómar svo fallega
og allt dramað sem fylgir þér.
Takk fyrir alla þína hlýju og umhyggjusemi
og fyrir að vera til staðar.
Takk fyrir að leyfa mér að vera með
að tala fallega um mig og til mín,
að vera svona sæt og góð og
öll ljóðin þín sem gefa manni betri skilning á þér.
Takk fyrir að skemmta mér alltaf svona vel,
að vera skilningsrík,
að leyfa mér að vera “mamma” þín,
að syngja með mér,
að vera alltaf til í að faðma mig,
að þykja vænt um mig.
Takk fyrir að vera vinkona mín
og vera til í þessum heimi.
Takk fyrir að segja að þetta ljóð sé fallegt.
Bara af því að það er frá mér.
Takk fyrir að vera Dísa Cas/Ígaboð!
Rannveig Iðunn
17. sept. 2006