Sorglegt
Hann sat og drakk
drakk brennivín
brennivín til að drekkja sorgunum í

En hann grét svo mikið ofan í glasið
að það fylltist jafnharðan í glasið
fyrir hvern sopa sem hann tók
þannig að hann gat aldrei hætt að drekka

Dæmdur til að drekka endalaust
brennivín og tár sorga sinna
 
Herdís Pála
1971 - ...


Ljóð eftir Herdísi Pálu

Ástarjátning
Apache
Ég ætla að hlæja
Gönguferð með Jökli að vori 2003
Tattóveraðir englar
Í 1. bekk
Útiklefinn í Árbæjarlaug
Tjáning tilfinninga
Endaleysa
Sorglegt
Lög um ástina
Orri
Sylvía Rós, ferming í maí 2002