Dimmar nætur
Ég ligg andvaka í dimma herberginu
þungar hugsanir læðast að mér
og mér er ekki rótt
þú þrengir þér alltaf inn í hugann minn
og gerir mér ókleift að hugsa um nokkuð annað

Í örmum þínum er ég örugg
örugg frá öllu því svarta
en þú ert aðeins í draumum mínum
og því ekki veruleiki

Hér ligg ég enn,
reyni að finna ró innra með mér
ímynda mér að ég sé í örmum þínum
þú haldir mér og hvíslir að mér huggunarorðum
segir að ég sé örugg hjá þér

En þú ert ekki hjá mér
aðeins í draumum mínum
og ég er ekki örugg
ég er ein
án þín

Rannveig Iðunn
23. nóv 2007
 
Rannveig Iðunn
1987 - ...


Ljóð eftir Rannveigu Iðunni

Garðurinn
Sumarið
A life with you
Locked inside
A life without hope is not a life at all
My imaginary world
Spurningamerki
You let me down
My dream is lost
Alone in the dark
Many kinds of me!
I’m in jail
Going away
Death
Alone
Mystery
Kraftaverk
Litla barn
Emma Rós
Svart hjarta
Síðustu andartökin
Verndarengill
Uppgjöf
Fly Away
Guardian Angel
Takk fyrir
Anxiety vs. happiness
Enginn titill
Dimmar nætur
Afi