Júlínótt við Skjálfanda
Logandi ást sína hefur þar hafið,
himninum játað, og örlög sín falið.
Ó, ef ég gæti í glóðina þeirra,
gengið. – Að eilífu dvalið.
- Sjáðu hve eldheitum unaði þrungin
ást þeirra er, og logandi geislunum bundin,
en veistu, áður en örskotið rennur,
-úti er stundin –
Og þannig er alltaf með eldinn sem heitast
af unaði brennur.
Júlí 2006
© allur réttur áskilinn höfundi
himninum játað, og örlög sín falið.
Ó, ef ég gæti í glóðina þeirra,
gengið. – Að eilífu dvalið.
- Sjáðu hve eldheitum unaði þrungin
ást þeirra er, og logandi geislunum bundin,
en veistu, áður en örskotið rennur,
-úti er stundin –
Og þannig er alltaf með eldinn sem heitast
af unaði brennur.
Júlí 2006
© allur réttur áskilinn höfundi