Nóttin sú

Þessa nótt reikaði ég um rökkvað strætið,
ég rýndi í kalt myrkrið
í von um sjá ljósið í kaffihúsinu okkar,
en einhver hafði komið.

Ég sá hann í rústunum
leika að teningi með aðeins tveim hliðum
-lífi mínu og þínu-
þá hvarf mín gleði í myrkrið,
þú, sem vafðir hjarta mitt
himinblómum.

Hverju skiptir það annars
fyrst enginn kemur
til að anda að sér ilminum,
og miskunarlaus haustnóttin
hylur suðvesturloftið?

Ég veit ekki afhverju ég sit hérna enn
og stari yfir svartan sandinn.
Kannski eru það furðuljósin í fjöllunum
sem fanga huga minn,
ljósin sem þú horfir á um gluggann þinn,
ljósin sem við horfum bæði á
þaðan sem við finnum ekki hvort annað.
Í kvöld hætti ég að horfa
og fer í hina áttina.

Ég fer þaðan sem gleðin
mældi mér barmafullt
lífið af hamingju,
ég fer vegna þess
að á botninum
eru beiskar dreggjar sjálfs mín.


í september 2007
© allur réttur áskilinn höfundi




 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga