Nóttin sú
Þessa nótt reikaði ég um rökkvað strætið,
ég rýndi í kalt myrkrið
í von um sjá ljósið í kaffihúsinu okkar,
en einhver hafði komið.
Ég sá hann í rústunum
leika að teningi með aðeins tveim hliðum
-lífi mínu og þínu-
þá hvarf mín gleði í myrkrið,
þú, sem vafðir hjarta mitt
himinblómum.
Hverju skiptir það annars
fyrst enginn kemur
til að anda að sér ilminum,
og miskunarlaus haustnóttin
hylur suðvesturloftið?
Ég veit ekki afhverju ég sit hérna enn
og stari yfir svartan sandinn.
Kannski eru það furðuljósin í fjöllunum
sem fanga huga minn,
ljósin sem þú horfir á um gluggann þinn,
ljósin sem við horfum bæði á
þaðan sem við finnum ekki hvort annað.
Í kvöld hætti ég að horfa
og fer í hina áttina.
Ég fer þaðan sem gleðin
mældi mér barmafullt
lífið af hamingju,
ég fer vegna þess
að á botninum
eru beiskar dreggjar sjálfs mín.
í september 2007
© allur réttur áskilinn höfundi