Vonbrigði
Sat ég við sæinn kalda
að sækja þar rósir til mín,
þá hvíslaði örgeðja alda
„einungis grín”
Spratt ég á fætur og hentist um hól
og heimleiðis gekk frá sænum,
og þar fór ég inn, sem ætlaði skjól,
á eftir mér læsti bænum.
Ég sit þar í svarta myrkri
og sýp mína beisku skál.
Í ágúst 2007
© allur réttur áskilinn höfundi
að sækja þar rósir til mín,
þá hvíslaði örgeðja alda
„einungis grín”
Spratt ég á fætur og hentist um hól
og heimleiðis gekk frá sænum,
og þar fór ég inn, sem ætlaði skjól,
á eftir mér læsti bænum.
Ég sit þar í svarta myrkri
og sýp mína beisku skál.
Í ágúst 2007
© allur réttur áskilinn höfundi