ljóð handa fallegu stelpunni
ég fylgist með þér í speglinum
á krítarhvítt andlit þitt
málar rjóðar kinnar
og í kringum súkkulaðibrún augun
dregur dökkar línur
tár þín hrynja
og eyðileggja farðann
bleksvartir taumar leka niður vangana
hvers vegna brosir þú ekki lengur?
þú sem ert svo falleg þegar þú brosir
þú steypir hvítum fallegum silkikjól yfir axlirnar
og niður eftir líkama þínum
hann klæðir þig vel
manstu þegar við vorum vön að dansa
fram á morgun
þangað til sólin kom upp og flæddi inn um glugga og dyr
og silkið sveiflaðist í sólargeislunum
og vafðist um granna fætur þína
og ég hugsa til baka
hvað við vorum hamingjusöm þá
ég fylgist með þér í speglinum
og tár þín flæða enn
á krítarhvítt andlit þitt
málar rjóðar kinnar
og í kringum súkkulaðibrún augun
dregur dökkar línur
tár þín hrynja
og eyðileggja farðann
bleksvartir taumar leka niður vangana
hvers vegna brosir þú ekki lengur?
þú sem ert svo falleg þegar þú brosir
þú steypir hvítum fallegum silkikjól yfir axlirnar
og niður eftir líkama þínum
hann klæðir þig vel
manstu þegar við vorum vön að dansa
fram á morgun
þangað til sólin kom upp og flæddi inn um glugga og dyr
og silkið sveiflaðist í sólargeislunum
og vafðist um granna fætur þína
og ég hugsa til baka
hvað við vorum hamingjusöm þá
ég fylgist með þér í speglinum
og tár þín flæða enn