Kveðja
Stari upp í loftið um andvaka nætur
Úti er vindur og himininn grætur
Hugurinn fullur af hugsunum er
Að líða brátt að degi fer
Reyni að finna réttu orðin til að segja
án þeirra er skárra að þegja
Drottinn ákvað þig að taka
og þú kemur ekki til baka
Stolt er af honum afa
Betri lækni var ei hægt að hafa
Ef ég stappaði niður fótum og grét
hann afi mig skellihlægja lét
Hann plataði fram bros og alla kætti
sem á förnum vegi hann mætti
Eyddi mörgum stundum á baki á hesti
Af öllum læknum var hann sá besti
Ég ætíð mun hans sakna
Upp úr þessari martröð þrái að vakna
Í minnið festi brosið bjarta
og kveð þig afi með söknuð í hjarta
Úti er vindur og himininn grætur
Hugurinn fullur af hugsunum er
Að líða brátt að degi fer
Reyni að finna réttu orðin til að segja
án þeirra er skárra að þegja
Drottinn ákvað þig að taka
og þú kemur ekki til baka
Stolt er af honum afa
Betri lækni var ei hægt að hafa
Ef ég stappaði niður fótum og grét
hann afi mig skellihlægja lét
Hann plataði fram bros og alla kætti
sem á förnum vegi hann mætti
Eyddi mörgum stundum á baki á hesti
Af öllum læknum var hann sá besti
Ég ætíð mun hans sakna
Upp úr þessari martröð þrái að vakna
Í minnið festi brosið bjarta
og kveð þig afi með söknuð í hjarta
Samið til afa míns sem lést úr krabbameini 19.september 2008