Æskuminning
Er að líður, lífsins kveldi
leitar hugurinn til þín,
þar sem minnar æsku yndi
allt var hjá þér sveitin mín.
Undir hárri blómabrekku
bærinn minn í skjóli stóð,
þar á ánni svanir sungu
silfurtærum rómi ljóð.
Við sönginn þeirra áin undir
undur hljómþýtt hrærði spil,
þá var ljúft að lifa,syngja,
leika sér og vera til.
Ó, þeir blíðu tæru tónar
titra æ í huga mér,
því vild´ég mega síðast sofna
sveitin mín, í faðmi þér.
© allur réttur áskilinn höfundi
leitar hugurinn til þín,
þar sem minnar æsku yndi
allt var hjá þér sveitin mín.
Undir hárri blómabrekku
bærinn minn í skjóli stóð,
þar á ánni svanir sungu
silfurtærum rómi ljóð.
Við sönginn þeirra áin undir
undur hljómþýtt hrærði spil,
þá var ljúft að lifa,syngja,
leika sér og vera til.
Ó, þeir blíðu tæru tónar
titra æ í huga mér,
því vild´ég mega síðast sofna
sveitin mín, í faðmi þér.
© allur réttur áskilinn höfundi