

(Tileinkað föðurbróður mínum, Steinari Sigurjónssyni)
Undirdjúp, sandur og steinar.
Ritar nafn þitt í fjöruna
og heggur grjóthart lífið í þunna skel.
Svallið og brjálið á skaga og nesi
svíkja og herða viðkvæma sál.
Sýnir þig svartan, storkar sjálfinu
en stendur með bókstaf í hendi.
Skeytir ekkert um reglur né prjál
og hatar að hoppa um haga og mel.
Þreyttur, hlustar á þrá hafsins
og þiggur þá hvíld sem báran ber.
Siglíng þín í djúpið er ástarsaga
hreinnar sálar sem blandar nú í
bjartan dauðann.
og þú ritar lokaorðin í sandinn
hér var ég.
SiKri
Undirdjúp, sandur og steinar.
Ritar nafn þitt í fjöruna
og heggur grjóthart lífið í þunna skel.
Svallið og brjálið á skaga og nesi
svíkja og herða viðkvæma sál.
Sýnir þig svartan, storkar sjálfinu
en stendur með bókstaf í hendi.
Skeytir ekkert um reglur né prjál
og hatar að hoppa um haga og mel.
Þreyttur, hlustar á þrá hafsins
og þiggur þá hvíld sem báran ber.
Siglíng þín í djúpið er ástarsaga
hreinnar sálar sem blandar nú í
bjartan dauðann.
og þú ritar lokaorðin í sandinn
hér var ég.
SiKri