Bróðir
Æskuheimili.
Þunnt milli veggja í gula og bláa húsinu nr. 65.
Litli bróðir heyrir og nemur. Vinur kemur í heimsókn
í herbergi stóra bróður og annar til. Góðir vinir.
Ljóshærð, grönn dama úr austurbænum kemur líka.
Svo þessi útlenska, dökkhærða með liðaða hárið
og brúnu augun, flottar kærustur.
Tónlist, rökræður, hlátur og hjal.
Unglingur lifir æskuna.
Vakti áhuga minn, mótaði smekkinn.

Knattspyrnuvöllur, mjúk möl, takkaför í teignum, upphitun.
Grænt net og grófur skeljasandur.
Vallarvörðurinn merkir fyrir vítapunktinum.
Flautað til leiks, fríspark, gult spjald, tækling, svo hálfleikur.
Sól í augu eftir hlé, derhúfa á höfði bróður.
Sigurglampi úr hálf skyggðu andlitinu,
keppnisskap, einbeiting.
Upplifun og innblástur litla bróður.
Markvörður ver í horn og heldur hreinu.
Vakti áhuga minn, mótaði smekkinn.

Íþróttahús, vetur og kaldir vindar. Hiti í húsi.
Stokkið upp af punktalínu, sending í hornið,
stangarskot og gegnumbrot. Sviti á gólfi.
Skot í stöng og slá, skot í skeytin, söngur í neti.
Skytta stekkur upp og skorar.
Vakti áhuga minn, mótaði smekkinn

Markaður. Fiskilykt, ýsa, þorskur, karfi.
Áræðinn og ákafur valsar milli fiskikera
með nethúfu á höfði.
Fyrirtæki, utanferðir og frosinn fiskur í háloftum.
Frakkar kaupa og Þjóðverjar.
Kaupsýslumaður í útrás selur fisk.
Vakti áhuga minn, mótaði smekkinn
en minnir á þægindi launþegans.

Einbýli, mótatimbur og múr. Dugnaður,
mettími og reisugilli.
Bústaður, sól og sveitakyrrð.
Fuglasöngur, ættarmót, tengsl.
Kvenkostur, atgervi, samheldni.
Eiginkona og börnin þrjú.
Gjöf Almættisins, hamingja bróður míns.
Fjölskyldumaður sér um sína.
Vakti áhuga minn, mótaði smekkinn.

Að halda hreinu, þruma í vínkilinn, velja fallegasta fiskinn.
Skilvinda skynsemi minnar hlustaði, lærði, mat og meðtók.
Þunni veggurinn hleypti því besta í fari bróður míns
inn í líf mitt.
Unglingurinn, markvörðurinn, skyttan, kaupsýslumaðurinn og fjölskyldumaðurinn.
Bróðir minn gefur gott fordæmi.
Hann vekur aðdáun mína, hann staðfestir smekk minn.  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju