Eldfim orð
Óskrifað blað framtíðar
liggur í arni lífs míns
og ritföng óvissunnar
loga í bjarma vonar.

Orð mín brenna upp
á samanbrotnum pappírnum
og glæðurnar læðast ógnandi
um meiningu þeirra.

Súr reykurinn
er grár eins og minningin
um fortíðina
sem feykir öskunni um huga minn
og þekur hjarta mitt,
hjarta sem nú brennur.

SiKri  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju