Upprisa
Ég man eftir heilli helgi
þar sem ég lá flatur í hvíta líninu
eins og lík til krufningar
og ég spennti greipar.
Þá hófst þú handa kæri vinur,
greindir mig særðan
og skarst burtu meinið.
Þetta var góð krufning...
...að ég tel, því ég þekki ekki neitt til slíkra verka.
Ég lifði hana þó af.

Birta, sól, hlýja eða ljómi einhvers konar,
veit ekki alveg hvað það var
sem þú settir inn í stað svarta blettsins?
Það var eitthvað ósnertanlegt, eitthvað æðra,
jafnvel heilagt eins og að dýrlingur eða engill
væri í návist minni
og mér leið svo vel
og ég brosti.

Þessi upplifun mín,
sú líðan svo tær og viðkvæm
eins og næfurþunnur kristall,
mig langar að finna hana aftur
og kyrrsetja inni í mér.

Þakka þér fyrir vinur, ég trúi á þig.
Kannski ég fái að leita til þín
ef ég þarf að leggjast í hvíta línið aftur?  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju