Dóttir
Fallegir garðar í gömlu götunni
og við röltum saman í sólinni
út að litla róló.
Þú spyrð um fuglana og trén
og réttir mér gula fötu með skóflu í.
Við mokum saman.

Útsýnið er fagurt úr kvistíbúðinni
og dökkt viðargólfið býður okkur upp.
Þú stígur létt á ristar mínar
og verður hluti af mér.
Við dönsum saman.

Augu okkar mætast á hvolfi
og þú spyrð hvort olía á malbiki
sé spegilmynd af regnboganum.
Við hlæjum saman.

Stór salur, fullur af fólki sem klappar
og ég sé þig taka á móti framtíð þinni,
með hvíta húfu á höfðinu.
Við fögnum saman.

Nýtísku hús við breiðstrætið
og ég horfi á eftir þér í faðm elskhuga þíns.
Þú lítur við og brosir
og réttir honum gula fötu með skóflu í.
Þið mokið saman.  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju