Nú geispa grjótin á sandi
(Tileinkað föðurbróður mínum, Steinari Sigurjónssyni)

Undirdjúp, sandur og steinar.
Ritar nafn þitt í fjöruna
og heggur grjóthart lífið í þunna skel.
Svallið og brjálið á skaga og nesi
svíkja og herða viðkvæma sál.
Sýnir þig svartan, storkar sjálfinu
en stendur með bókstaf í hendi.
Skeytir ekkert um reglur né prjál
og hatar að hoppa um haga og mel.
Þreyttur, hlustar á þrá hafsins
og þiggur þá hvíld sem báran ber.
Siglíng þín í djúpið er ástarsaga
hreinnar sálar sem blandar nú í
bjartan dauðann.

og þú ritar lokaorðin í sandinn
hér var ég.

SiKri  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju