Hugrenning um hamingju
Hef ekki oft sagt, \"ég er hamingjusamur\".
Hef þó getið þess öðru hvoru og ljómað.
Reyndar hafa ekki margir spurt mig
og aldrei hefur mér dottið í hug
að segjast hamingjusamur svona upp úr þurru.
Er reyndar frekar einfaldur á þessu sviði.
Lít sennilega á lífið sem talsvert efiðan vettvang
og að maður geti tæplega ætlast til
að vera yfir sig hamingjusamur.
Ætli ég telji ekki að það fylgi ætíð einhver vandamál lífinu
og maður þurfi bara að vinna úr þeim.
En hvernig vinnur maður þá úr hamingjunni?
Hef þó getið þess öðru hvoru og ljómað.
Reyndar hafa ekki margir spurt mig
og aldrei hefur mér dottið í hug
að segjast hamingjusamur svona upp úr þurru.
Er reyndar frekar einfaldur á þessu sviði.
Lít sennilega á lífið sem talsvert efiðan vettvang
og að maður geti tæplega ætlast til
að vera yfir sig hamingjusamur.
Ætli ég telji ekki að það fylgi ætíð einhver vandamál lífinu
og maður þurfi bara að vinna úr þeim.
En hvernig vinnur maður þá úr hamingjunni?