Það rökkvar
Einn við dauða elda situr
orðinn gamall, nautnalúinn.
Boðar endi bleikur litur.
Skikkja forðum skrauti búin
skítugt orðið fataslitur,
andinn sínum rökum rúinn.

Bráðum hættir blóm að anga,
bresta ljóðahörpustrengir.
Hafin loks er lokaganga.
Grátið með mér góðir drengir,
glymjið klukkur, nóttin langa
niðadimm að degi þrengir.

Gleði skal á vegu varpa
víst mun nú að fullu þögnuð
ljóðamáls og leikjaharpa.



© allur réttur áskilinn höfundi

 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga