Það rökkvar
Einn við dauða elda situr
orðinn gamall, nautnalúinn.
Boðar endi bleikur litur.
Skikkja forðum skrauti búin
skítugt orðið fataslitur,
andinn sínum rökum rúinn.
Bráðum hættir blóm að anga,
bresta ljóðahörpustrengir.
Hafin loks er lokaganga.
Grátið með mér góðir drengir,
glymjið klukkur, nóttin langa
niðadimm að degi þrengir.
Gleði skal á vegu varpa
víst mun nú að fullu þögnuð
ljóðamáls og leikjaharpa.
© allur réttur áskilinn höfundi
orðinn gamall, nautnalúinn.
Boðar endi bleikur litur.
Skikkja forðum skrauti búin
skítugt orðið fataslitur,
andinn sínum rökum rúinn.
Bráðum hættir blóm að anga,
bresta ljóðahörpustrengir.
Hafin loks er lokaganga.
Grátið með mér góðir drengir,
glymjið klukkur, nóttin langa
niðadimm að degi þrengir.
Gleði skal á vegu varpa
víst mun nú að fullu þögnuð
ljóðamáls og leikjaharpa.
© allur réttur áskilinn höfundi