Atvinnuleit
Borgunar ennþá bíður Einar bóta sinna.
Þörf er sveini verks að vinna,
víst þarf líka að blóta minna.
Beðið hef ég bráðu geði, bíð nú linnu,
líðan verður leið í sinnu
leita mun ég áfram vinnu.
Ekki dugar draga hugann drúpa haus
að seyðið vinnu- súpa laus
sannlega ekki hvað eg kaus.
Svartagallsins rek ég raus
ræð ég kalli verði maus.
Fremur en að þegja um þetta þunnu hljóði
verkin eins og slugsa slóði
slæ ég þessu upp sem ljóði.
ljóðsins hróður löngum þykir leiðum góður
Léttist róður, lifnar sál
Leikur óður kátt um mál
Þörf er sveini verks að vinna,
víst þarf líka að blóta minna.
Beðið hef ég bráðu geði, bíð nú linnu,
líðan verður leið í sinnu
leita mun ég áfram vinnu.
Ekki dugar draga hugann drúpa haus
að seyðið vinnu- súpa laus
sannlega ekki hvað eg kaus.
Svartagallsins rek ég raus
ræð ég kalli verði maus.
Fremur en að þegja um þetta þunnu hljóði
verkin eins og slugsa slóði
slæ ég þessu upp sem ljóði.
ljóðsins hróður löngum þykir leiðum góður
Léttist róður, lifnar sál
Leikur óður kátt um mál
Samið í tilefni atvinnuleysis og stapps við að fá bætur greiddar. Flest versin mætti syngja við kvæðalag stemmunnar "Upp í háa hamrinum býr huldukona" nema að ég bætti tveimur línum við þriðja vers. "Maus" merkir að gera eitthvað sem krefst einbeitingu og tekur langan tíma og það getur sannarlega átt við atvinnuleit og skriffinnsku.