Að taka tillit.
Hefurðu prófað að líta heiminn á
með augum annars manns
allt í öðru ljósi muntu sjá
hulan svipt af lífsins glans.
Það sem okkur virðist létt
erfitt öðrum reynist
bugðótt líf virðist slétt
að baki grímu maður leynist.
Það sem gleði okkur veitir
annan hryggir
þú finnur ei sál annars, þótt leitir
margt er það sem á lífið skyggir.
Sýnum skilning, þótt skiljum ekki
búumst við því að aðrir blekki.
Ég get ei vitað hvern í raun ég þekki
við sjáum ei annara hlekki.
Aðeins sannra vina ást
virkar sem græðsla í sár
linar þjáningar þess sem er að þjást
og hindrar mörg tár.
Ekki aðra dæma
það er ekki á okkar valdi
ekki brott flæma
þá sem hafa lent í klandri.
Lítum í eigin barm
fullkomin ei við erum.
Hugleiðum annara harm
hvort við á hlut þeirra gerum.
Verum ei sjálfselsk
líkt og þér skaltu öðrum gjalda
við erum öll mennsk
og þurfum á því sama að halda.
með augum annars manns
allt í öðru ljósi muntu sjá
hulan svipt af lífsins glans.
Það sem okkur virðist létt
erfitt öðrum reynist
bugðótt líf virðist slétt
að baki grímu maður leynist.
Það sem gleði okkur veitir
annan hryggir
þú finnur ei sál annars, þótt leitir
margt er það sem á lífið skyggir.
Sýnum skilning, þótt skiljum ekki
búumst við því að aðrir blekki.
Ég get ei vitað hvern í raun ég þekki
við sjáum ei annara hlekki.
Aðeins sannra vina ást
virkar sem græðsla í sár
linar þjáningar þess sem er að þjást
og hindrar mörg tár.
Ekki aðra dæma
það er ekki á okkar valdi
ekki brott flæma
þá sem hafa lent í klandri.
Lítum í eigin barm
fullkomin ei við erum.
Hugleiðum annara harm
hvort við á hlut þeirra gerum.
Verum ei sjálfselsk
líkt og þér skaltu öðrum gjalda
við erum öll mennsk
og þurfum á því sama að halda.
Sýnum tillitsemi og skilning. Við þekkjum ei bakgrunn annara. Aðgátsleysi okkar gæti virkað sem hnífstungan sem fyllir mælinn í sál þeirra.
Ljóð samið:18.11.2002.
Ljóð samið:18.11.2002.