Ást við fyrsta bros
Hvað er þetta sem gerist
þegar þú horfir á mig?
ég vil bara snerta þig, horfá þig,
vera ein með þér
heyra allt sem þú hefur að segja,
sjá allt sem þú gerir
þú ert sá eini sem ert spennandi, hrífandi, enginn annar
stundum er eins og hjarta mitt sé að springa, ég er öll svo heit og mjúk
bara af því að þú horfir á mig og brosir...

Þegar augu þín líta á mig
líður mér eins og þau strjúki mér allri
brosið þitt lætur mig ósjálfrátt brosa og mér hlýnar allstaðar
ég trúi öllu sem þú segir,
allt er fullkomið sem þú gerir
mér finnst allt vera mögulegt
bara af því að þú ert hér...

ég fell fyrir þér svo hratt,
þú yndislega vera
þú átt mig og hjarta mitt
og ég mun bíða eftir þér

ég elskaði þig frá fyrsta brosi..
 
Lolita
1981 - ...


Ljóð eftir Lolitu

Ást við fyrsta bros
Ég er íslendingur!
Þú, með mér
Glansmynd
Nýr hvati
Þrá
Ástríða
Lán
Ekkert sem okkur vantar
Góðhjálp
Til Valgerðar
Dagbókin
Til vina minna
Þegar þú varst hér
Mein