Ég er íslendingur!

Ef ég væri Finni þá væri ég kannski með rastafléttur í hárinu og mér þætti það töff...

Ef ég væri Dani þá ætti ég pottþétt reiðhjól og myndi hjóla bara ef ég þyrfti út í vínbúð...

Ef ég væri Norðmaður myndi ég eflaust borða kvöldmatinn klukkan fjögur heima og vera strax orðin svöng aftur um sjö...

Ef ég væri Svíi þá myndi ég örugglega troða munntóbaki í vörina á mér þó ég sé stelpa og ekki finnast það neitt tiltökumál...

En ég er Íslendingur og ég er með fallega sléttað hár, keyri allt sem ég þarf að fara, borða oft kvöldmatinn seint á veitingastöðum og myndi gubba ef ég sæi stelpu með efri vörina bólgna af tóbaki...
 
Lolita
1981 - ...


Ljóð eftir Lolitu

Ást við fyrsta bros
Ég er íslendingur!
Þú, með mér
Glansmynd
Nýr hvati
Þrá
Ástríða
Lán
Ekkert sem okkur vantar
Góðhjálp
Til Valgerðar
Dagbókin
Til vina minna
Þegar þú varst hér
Mein