Mein
Stundum sé ég á þér að þú ert að ljúga
En ég segi ekki neitt
Ég fæ bara hnút í magann
Og segi eitthvað fyndið
til að ýta honum í burtu

Stundum finn ég hvað þú ert óheiðarlegur
En ég segi ekki neitt
Horfi bara í hina áttina
Og læt sem ég taki ekki eftir því
og vonast til að tilfinningin fari í burtu

Stundum tek ég eftir því hvað þú ert hræddur
Og þá finn ég til með þér
Og skil hvað þér finnst þetta erfitt
Því það er verst fyrir þig að þurfa
að ljúga og vera óheiðarlegur
En þetta fer ekki í burtu
fyrr en þú hættir..
 
Lolita
1981 - ...


Ljóð eftir Lolitu

Ást við fyrsta bros
Ég er íslendingur!
Þú, með mér
Glansmynd
Nýr hvati
Þrá
Ástríða
Lán
Ekkert sem okkur vantar
Góðhjálp
Til Valgerðar
Dagbókin
Til vina minna
Þegar þú varst hér
Mein