Góðhjálp
Mamma, ég ætla að gerast
sjálfboðaliði
og bjarga öllu fólkinu
sem á bágt
og fær ekkert að borða
og grætur hátt

Mamma, ég ætla að ferðast
um heiminn
og sýna öllu fólkinu
sem veit ekki
og hjálpa því að skilja
þetta verður flott hjá mér
heldur ekki?

Mamma, af hverju segiru nei?
heldurðu að mér líði illa?
Nei!
heldurðu að ég viti ekki neitt?
Víst!

Mamma, ég ætla að verða góð, betri,
best!
Þú munt sjá að ég hef rétt fyrir mér
í þessu
þó þú vitir flest,
veistu sko ekki allt!

En mamma, viltu kannski vera hjá mér?
Bara í nótt?
Ég finn fyrir svima í maganum og í hjartanu
þótt....
Æ, mamma, gerður allt betra, best...  
Lolita
1981 - ...


Ljóð eftir Lolitu

Ást við fyrsta bros
Ég er íslendingur!
Þú, með mér
Glansmynd
Nýr hvati
Þrá
Ástríða
Lán
Ekkert sem okkur vantar
Góðhjálp
Til Valgerðar
Dagbókin
Til vina minna
Þegar þú varst hér
Mein