Dagbókin
Áður fyrr hélt ég alltaf dagbók.
Skrifaði í bók atburði dagsins.
Tjáði hugsanir og langanir.
Í bókinni faldi ég leyndarmál og
taldi þau örugg.
Öryggið fyrir mér var frelsi.
Frelsi til að vera
ég sjálf.
Dag nokkurn opnaði maður bókina mína
og öryggið hvarf
með frelsið í farteskinu.
Öll leyndarmálin sem legið höfðu falin,
litu dagsljósið.
Ljósið varð hratt að myrkri.
Í dag hefur frelsið snúið aftur
í annarri mynd
og með því kom einn vinur
sem heitir öryggi og annar
sem kallast styrkur.
Þessir þrír ætla að hjálpa mér
að skrifa í þessa bók
og athuga hvort þeir
rekist síðar á gamlan
kunningja sem
nefnist þroski.
Skrifaði í bók atburði dagsins.
Tjáði hugsanir og langanir.
Í bókinni faldi ég leyndarmál og
taldi þau örugg.
Öryggið fyrir mér var frelsi.
Frelsi til að vera
ég sjálf.
Dag nokkurn opnaði maður bókina mína
og öryggið hvarf
með frelsið í farteskinu.
Öll leyndarmálin sem legið höfðu falin,
litu dagsljósið.
Ljósið varð hratt að myrkri.
Í dag hefur frelsið snúið aftur
í annarri mynd
og með því kom einn vinur
sem heitir öryggi og annar
sem kallast styrkur.
Þessir þrír ætla að hjálpa mér
að skrifa í þessa bók
og athuga hvort þeir
rekist síðar á gamlan
kunningja sem
nefnist þroski.