Annalok í vorskólanum
Bráðum önnin úti er
aftur leika fæ ég mér,
þá kveður lífið allt við annan tón
aftur lifna vorsins blóm.
Á meðan lóan lögin sín
ljóðar dátt og sólin skín,
út við lækinn minn ég byggi bú
þar á bænum verð ég frú.
Fyrir bónda vel ég bjartan svein
og við búum þarna tvö og ein,
tínum blómin blá,
börnin eignumst smá,
ó, ég veit það verður gaman þá.
Júní 1981
© allur réttur áskilinn höfundi
aftur leika fæ ég mér,
þá kveður lífið allt við annan tón
aftur lifna vorsins blóm.
Á meðan lóan lögin sín
ljóðar dátt og sólin skín,
út við lækinn minn ég byggi bú
þar á bænum verð ég frú.
Fyrir bónda vel ég bjartan svein
og við búum þarna tvö og ein,
tínum blómin blá,
börnin eignumst smá,
ó, ég veit það verður gaman þá.
Júní 1981
© allur réttur áskilinn höfundi