Annalok í vorskólanum
Bráðum önnin úti er
aftur leika fæ ég mér,
þá kveður lífið allt við annan tón
aftur lifna vorsins blóm.
Á meðan lóan lögin sín
ljóðar dátt og sólin skín,
út við lækinn minn ég byggi bú
þar á bænum verð ég frú.
Fyrir bónda vel ég bjartan svein
og við búum þarna tvö og ein,
tínum blómin blá,
börnin eignumst smá,
ó, ég veit það verður gaman þá.


Júní 1981
© allur réttur áskilinn höfundi

 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga