Kærasta hugsun mín
Viltu vita hvern hug ég ber til þín
viltu vita hvað ég hugsa um þig
Ég vildi oft sagt hafa
ef þú varst í vafa,
þú ert kærasta hugsun mín

Ef ég hugsa framtíð mína án þín
Ef ég sé þig ekki mér við hlið
Verð ég hálfur maður
aldrei verð ég glaður
þú ert kærasta hugsun mín

Ef möguleikann þann
að mig sem eigimann,
eygir þú
En ef þú segir nei
ég veslast upp og dey
hér og nú
hér og nú

Núna veist þú hvern hug ég ber til þín
Núna veist þú hvað ég hugsa um þig
og ég mun alltaf segja,
við þig elsku meyja,
þú ert kærasta hugsun mín  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín