Ég var fullur
Ég var fullur allar nætur,
fór á flipp og gerði í brækur
og á bísanum ég barnaði,
yndisdömur tvær.
Og ég lét mig engu skipta,
er ég hitti eina gifta
þó hún væri fín og fögur frú,
hún var jú engum trú.

Var á sjó á árum áður,
alltaf fínn og alltaf fjáður
þar til slagurinn við Bakkusinn
tapaðist um sinn.
Fór að harka þá í landi
fyrir bús og fyrir blandi
alltaf þegar ég fékk sjússinn minn
þá gladdist ég um sinn

Það var einn sjúss of mikið
það var einn sjúss of mikið,
Stundum tveir, og þá vildi meir og meir og meir
Það var einn sjúss of mikið
Bara einn sjúss of mikið
Stundum tveir, man ekki meir

Nú er mál að fari að linna,
og ég verð að fara að vinna,
Moka slori uppúr skipalest
í skíta ýldupest
En um leið og ég fæ seðla
eðal bláa feita bleðla
fer ég beina leið á fyllerí
og skála fyrir því  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín