Þú gefur mér
Þú gefur mér allt það sem þykir mér best
Þú gefur mér allt það sem þráði ég mest
Þú gefur mér alltaf þitt hlýja faðmlag
Þú gefur nér tilgang hvern dag

Þú gefur mér trúna á bjartari tíð
Þú gefur mér augnanna tillit þín blíð
Þú gefur mér birtu og hlýju og yl
Þú gefur mér, að þú ert til

Mig dreymdi eitthvað svo fallegt í nótt
Mig dreymdi að þrá fyllti mig
Mig dreymdi og vissi að sæjumst við fljótt
Mig dreymdi drauminn um þig

Þú gefur mér von um að verðum við eitt
Þú gefur mér styrk til að óttast ei neitt
Þú gefur mér það sem að þarfnast ég nú
Þú gefur mér, að þú ert þú  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín