Seint síðla nætur
Það er seint síðla nætur myrka miðvetrarnótt
þegar sólin er einungis minnigarbrot
Þegar þungt er í huga mér, hjarta mitt ómótt
þá finn ég hún veitir mér blíðust atlot

Hlýja hönd, hlýja húð hennar ylja um nætur
Þegar heiðgullið hár hennar gælir við kinn
Finnst ef ég tapi sem mest hef á mætur
mun heimur minn hrynja og bila mitt sinn

Ó þess ég eins bið og það eitt ég vona
að nótt þessi verði, upphaf alls góðs
Því hvergi í heimi finnst önnur eins kona
sem uppspretta er mér og andagift ljóðs

Nú vakinn ég er af dagdraumi værum
og raunveruleikinn ber blasir við mér
þessi hrukkótta hönd mín og grámi í hærum
segja að minningin helguð sé þér  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín